Áætluð útgáfa skýrslu um meðferðarheimilið á Varpholti og Laugalandi

Áætluð útgáfa skýrslu um meðferðarheimilið á Varpholti og Laugalandi

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) mun um miðjan september n.k. gefa út greinargerð um könnun stofunarinnar á meðferðarheimilinu á Varpholti og Laugalandi árin 1997-2007. Um er að ræða viðamikið og viðkvæmt verkefni sem unnið hefur verið af 4 manna nefnd sérfæðinga á fagsviðinu. Vinna nefndarinnar hefur verið stöðug og markviss og er greinagerðin nú í lokavinnslu hjá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Hjá stofnuninni er lögð áhersla á að birta skýrsluna í heild sinni, að undanskildum persónugreinanlegum upplýsingum og viðkvæmum upplýsingum er varða einkahagsmuni.  Í heildina er skýrslan ríflega 200 blaðsíður.

 

Tilefni greinargerðarinnar er að þáverandi félags- og barnamálaráðherra fól þáverandi Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar (GEF) „að kanna hvort og þá í hvaða mæli börn, sem vistuð voru á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi á árunum 1997 til 2007, hafi sætt illri meðferð, andlegu eða líkamlegu ofbeldi meðan á dvöl þeirra stóð“. Tilefni beiðninnar eru ásakanir kvenna, sem vistaðar voru af hálfu barnaverndaryfirvalda í lengri eða skemmri tíma á meðferðarheimilinu á tilgreindu tímabili, af þessu tagi og beinast þær sérstaklega að rekstraraðilum heimilisins.

 

Skýrslan mun birtast opinberlega á heimasíðu GEV samhliða afhendingu til barna- og menntamálaráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Nýjustu fréttir