Viðurlög
Áminning
Fari aðili sem lýtur eftirliti Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála ekki að tilmælum um úrbætur innan þess tíma sem er tilgreindur í eftirlitsskýrslu og stofnunin telur þjónustu fela í sér nægilega alvarlegt brot á ákvæðum laga, reglugerða, reglna og samninga og/eða skilyrðum rekstrarleyfis getur stofnunin veitt honum áminningu, sbr. 18. gr. laga um stofnunina.
Dagsektir
Ef þjónusta stjórnvalds er í veigamiklum atriðum í ósamræmi við ákvæði laga, reglugerða og/eða reglna getur Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, að undangenginni áminningu, lagt dagsektir á stjórnvaldið, sbr. 20. gr. laga um stofnunina.