Gæðaviðmið
Ein af grunnforsendum eftirlits er að fyrir liggi gæðaviðmið til að unnt sé að meta gæði og öryggi þjónustunnar með samræmdum hætti.
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála annast þróun og útgáfu gæðaviðmiða á grundvelli bestu mögulegu þekkingar á málaflokkum á verkefnasviði stofnunarinnar. Viðmiðin byggja á lögum og reglugerðum, en einnig framkvæmdaáætlunum og sáttmálum, eftir því sem við á hverju sinni. Markmiðið er að efla gæði og öryggi þjónustunnar og stuðla að samræmingu hennar.
Gefin hafa verið út gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk. Á meðal verkefna Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála er að þróa gæðaviðmið fyrir aðra þjónustu sem heyrir undir eftirlit stofnunarinnar.
Gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk
Gæðaviðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk
Gæða-viðmið fyrir félagslega þjónustu við fatlað fólk – Auðlesinn texti