Akstursþjónusta

Akstursþjónusta

Fatlað fólk skal eiga kost á akstursþjónustu sem miðar að því að það geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem það kýs og á þeim tíma sem það velur gegn viðráðanlegu gjaldi. Markmið akstursþjónustu er að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki vegna fötlunar kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda.

Jafnframt skal fatlað fólk eiga rétt á akstursþjónustu á vegum sveitarfélaga vegna aksturs á þjónustustofnanir og vegna annarrar þjónustu sem það nýtur samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Sótt er um leyfið á grundvelli 8. og 9. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021 og 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.

Hægt er að sækja um leyfið á Mínum síðum.

 

Nauðsynleg fylgigögn með nýrri umsókn:
  • Samþykki fyrir öflun sakavottorðs
  • Læknisvottorð – (sem staðfestir heilsufar viðkomandi og hvort umsækjandi er með langvinna sjúkdóma, líkamlega eða af geðrænum toga sem hafa áhrif á daglega virkni hans)
    • Hægt er að afla læknisvottorðs hjá heimilislækni
  • Staðfesting á setu skyndihjálparnámskeiðs
  • Ökuskírteini
    • Leigubílaréttindi
      • D1 réttindi (lítil hópbifreið með 9 – 16 farþega)
      • D réttindi (hópbifreið með réttindum til farþegaflutninga)
  • Skoðunarvottorð ökutækis
  • Rekstrargögn
    • Rekstraráætlun
    • Ársreikningur

 

Tenglar á lög og reglugerðir vegna umsóknar um leyfi til að reka akstursþjónustu

Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991

Reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011

Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr. 822/2004