Dagforeldrar
Daggæsla barna fer fram í heimahúsi dagforeldra á tímabilinu frá kl. 7:00 til 19:00 á virkum dögum. Í undantekningartilvikum er mögulegt að daggæsla fari fram í íbúðarhúsnæði sem sérstaklega er tekið á leigu undir daggæslu enda sé aðbúnaður ekki lakari en ef um einkaheimili væri að ræða og að húsnæðið henti vel undir daggæslu.
Sótt er um leyfið á grundvelli 8. og 9. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021 og 34. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 sbr. einnig reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005.
Athuga skal að ef tveir dagforeldrar hyggjast starfa saman þá þarf hvor um sig að sækja um leyfi til stofnunarinnar.
Ferill umsóknar um leyfi til að gerast dagforeldri:
Hægt er að sækja um leyfið á Mínum síðum.
Nauðsynleg fylgigögn með nýrri umsókn:
-
Samþykki fyrir öflun sakavottorðs allra heimilismeðlima eldri en 15 ára
-
Tengill á eyðublað (prenta þarf út samþykkið og fylla inn í það)
-
-
Læknisvottorð – (sem staðfestir heilsufar viðkomandi og hvort umsækjandi er með langvinna sjúkdóma, líkamlega eða af geðrænum toga sem hafa áhrif á daglega virkni hans)
- Hægt er að afla læknisvottorðs hjá heimilislækni
-
Meðmæli síðasta vinnuveitanda (ef ekki vinnuveitandi, þá tveggja ábyrgra aðila)
-
Ferilskrá umsækjanda
-
Staðfesting setu á námskeiði fyrir dagforeldra eða vottun um menntun á sviði uppeldismála
-
Úttekt slökkviliðs
-
Úttekt heilbrigðiseftirlits (ef ætlun er að vista sex börn eða fleiri ásamt öðru dagforeldri)
Nauðsynleg fylgigögn með endurnýjun umsóknar:
-
Samþykki fyrir öflun sakavottorðs allra heimilismeðlima eldri en 15 ára
-
Tengill á eyðublað (prenta þarf út samþykkið og fylla inn í það)
-
-
Læknisvottorð – (sem staðfestir heilsufar viðkomandi og hvort umsækjandi er með langvinna sjúkdóma, líkamlega eða af geðrænum toga sem hafa áhrif á daglega virkni hans)
-
Hægt er að afla læknisvottorðs hjá heimilislækni
-
Til viðbótar við umsókn og framlögð gögn óskar Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála eftir umsögn félagsþjónustu viðkomandi sveitarfélags fyrir rekstur daggæslunnar. Þegar öll gögn og upplýsingar liggja fyrir getur stofnunin lagt endanlegt mat á umsóknina og tekið ákvörðun um hvort leyfi verði gefið út.
Tenglar á lög og reglugerðir vegna umsóknar um leyfi til að gerast dagforeldri
Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021
Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991
Reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005