Fóstur

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála veitir leyfi til að taka börn í fóstur að fenginni umsögn Barna- og fjölskyldustofu. Eftir að stofnuninni berst umsókn skal stofnunin senda hana til umsagnar Barna- og fjölskyldustofu nema augljóst þyki að skilyrði fyrir útgáfu leyfis séu ekki uppfyllt. Barna- og fjölskyldustofa hefur samvinnu við barnaverndarnefnd í heimilisumdæmi umsækjenda við gerð umsagnar. Barna- og fjölskyldustofa boðar umsækjendur jafnframt á námskeið. Markmið með námskeiði er annars vegar að leggja mat á hæfni umsækjenda og hins vegar að veita umsækjendum leiðbeiningar og fræðslu. Að loknu námskeiði sendir Barna- og fjölskyldustofa Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála umsögn sína. Þegar sérstaklega stendur á getur Barna- og fjölskyldustofa gefið umsögn án þess að umsækjendur hafi setið námskeið. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála tilkynnir umsækjanda og Barna- og fjölskyldustofu um niðurstöðu umsóknar.