Bráðavistun

Bráðavistun

Barnaverndarþjónustur, ein eða fleiri saman, skulu hafa tiltæk úrræði til að veita börnum móttöku, þ.m.t. í bráðatilvikum skv. 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Barnaverndarþjónusta getur falið öðrum aðilum að veita slíka þjónustu, t.d. einstaklingum.

Hér er fyrst og fremst um að ræða vistun barna sem ekki er talið að þurfi sérhæfða meðferð en geta af einhverjum ástæðum ekki verið á heimili sínu um tiltekinn tíma. Getur komið til álita vistun á vistheimili, einkaheimili eða annað samsvarandi úrræði, t.d. á meðan að mál er kannað frekar eða unnið er að því að finna aðra lausn.

Sótt er um leyfið á grundvelli 8. og 9. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021 og 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

 

Ferill umsóknar vegna leyfi skv. 84. gr. barnaverndarlaga:

 

Hægt er að sækja um leyfið á Mínum síðum.

 

Nauðsynleg fylgigögn fyrir umsókn:
  • Samþykki fyrir öflun sakavottorðs allra heimilismeðlima eldri en 15 ára
  • Læknisvottorð – (sem staðfestir heilsufar viðkomandi og hvort umsækjandi er með langvinna sjúkdóma, líkamlega eða af geðrænum toga sem hafa áhrif á daglega virkni hans)
    • Hægt er að afla læknisvottorðs hjá heimilislækni

Til viðbótar við umsókn og framlögð gögn óskar Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála eftir umsögn um umsækjanda og aðstæður hans til barnaverndarþjónustu í heimilisumdæmi umsækjanda. Þegar öll gögn og upplýsingar liggja fyrir getur stofnunin lagt endanlegt mat á umsóknina og tekið ákvörðun um hvort leyfi verði gefið út.

 

Tenglar á lög og reglugerðir vegna umsóknar um leyfi skv. 84. gr. barnaverndarlaga

Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021

Barnaverndarlög nr. 80/2002

Reglugerð um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga nr. 652/2004