Almennt – Rekstrarleyfi

Almennt - Rekstrarleyfi

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) starfar samkvæmt lögum nr. 88/2021. Samkvæmt þeim er stofnuninni falið eftirlit með gæðum þjónustu sem veitt eru á grundvelli eftirfarandi laga og veitir jafnframt rekstrarleyfi til einkaaðila sem hyggjast veita þjónustu á grundvelli þeirra:
  • Barnaverndarlög nr. 80/2002
  • Lög um Barna- og fjölskyldustofu nr. 87/2021
  • Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991
  • Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018
  • Lög um málefni aldraðra nr. 125/1999
  • Lög um Ráðgjafar- og greiningarstöð nr. 83/2003
  • Lög um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu nr. 160/2008
  • Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021
Með einkaaðila er hér átt við félagasamtök, sjálfseignarstofnanir og aðra einkaaðila líkt og einstaklinga. Sérstök athygli er vakin á því að ef ríki eða sveitarfélag starfrækir þjónustuna er hún ekki leyfisskyld hjá GEV. Hins vegar kunna sveitarfélög að gera þjónustusamninga við einkaaðila um rekstur þjónustu sem kann þá að vera leyfisskyld hjá GEV svo dæmi sé tekið.

 

Umsókn um leyfi til GEV
Hægt er að skila inn umsókn með rafrænum hætti með því að fara inn á heimasíðu okkar, velja mínar síður efst í hægra horni og skrá sig þar inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Þegar komið er inn á mínar síður skal smella á umsóknarflipann og því næst velja viðeigandi umsókn af listanum.
Mikilvægt er að nauðsynleg gögn fylgi með umsókninni þar sem úrvinnsla og mat umsóknar getur ekki hafist fyrr en þau liggja fyrir.

 

Útgáfa leyfa og skilyrði
Útgefnum leyfum er markaður ákveðinn gildistími, þó ekki lengur en til fimm ára í senn. Leyfi geta verið háð ákveðnum skilyrðum sem að mati GEV eru til þess fallin að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar skv. lögum, reglum og gæðaviðmiðum.
Stofnuninni er heimilt að veita umsækjanda leyfi til bráðabirgða á meðan umsókn er til meðferðar. Við mat á því hvort veita eigi tímabundið leyfi lítur GEV m.a. til hagsmuna aðila og hvort líklegt sé að leyfið verði samþykkt.

 

Endurnýjun leyfis
Óski leyfishafi um endurnýjun leyfis skal skilað inn umsókn um endurnýjun áður tímanlega og áður en núgildandi leyfi rennur út.
Hægt er að skila inn umsókn með rafrænum hætti með því að fara inn á heimasíðu okkar, velja mínar síður efst í hægra horni og skrá sig þar inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Þegar komið er inn á mínar síður skal smella á umsóknarflipann og því næst velja viðeigandi umsókn af listanum.
Mikilvægt er að nauðsynleg gögn fylgi með umsókninni þar sem úrvinnsla og mat umsóknar getur ekki hafist fyrr en þau liggja fyrir.

 

Afturköllun leyfis
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála er heimilt á grundvelli 19. gr. laga um stofnunina að afturkalla leyfi komi í ljós að þjónustan sé ekki lengur í veigamiklum atriðum í samræmi við lög, reglur, samninga og gæðaviðmið sem um þjónustuna gildir. Jafnframt er heimilt að afturkalla leyfi ef verulegar breytingar verða á ytri aðstæðum, t.d. vegna breytinga á lögum eða breyttrar stjórnsýsluframkvæmdar og ef almannahagsmunir krefjast þess.
Að jafnaði er leyfi ekki afturkallað nema leyfishafa hafi áður verið veitt áminning. Þó er heimilt að afturkalla leyfi án undanfarandi áminningar vegna alvarlegra atvika eða ef slík frávik eru í starfsemi leyfishafa að stofnunin telur fyrirséð að ekki sé unnt að bæta úr þeim.