Sérstakt húsnæði fyrir börn
Sé niðurstaða sérfræðingateymis skv. 20. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir að barn þurfi þjónustu samkvæmt lögum þessum og því sé fyrir bestu að það búi utan heimilis fjölskyldu þess skal eftir fremsta megni reyna að finna barninu annað heimili í nærsamfélagi þess og gera því kleift að viðhalda sambandi við upprunafjölskyldu sína.
Heimilt er að útbúa sérstakt húsnæði fyrir fötluð börn með miklar þroska- og geðraskanir, enda hafi að mati sérfræðingateymis skv. 20. gr. verið fullreynt að styðja barn á heimili fjölskyldu þess eða á öðru heimili í nærsamfélagi þess. Um nauðung sem beitt er í slíkum úrræðum gilda ákvæði laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk.
Samkvæmt 1.gr. reglugerðar um búsetu fyrir börn með miklar þroska- og geðraskanir skal gerð og rekstur sérstaks húsnæðis fyrir barn skal byggjast á reglugerð um húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk, nr. 370/2016, eftir því sem við á, og ákvæðum reglugerðar um þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu, nr. 1054/2010, einnig eftir því sem við á, með tilliti til aldurs og þroska viðkomandi barns.
Sótt er um leyfið á grundvelli 8. og 9. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021, 21. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og 91. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Hægt er að sækja um leyfið á Mínum síðum.
Tenglar á lög og reglugerðir vegna umsóknar um leyfi til að reka sérstakt húsnæði fyrir börn
Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021
Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018