Sérstakt húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk
Fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir og félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili og stuðlar að fullri aðlögun þess og þátttöku í samfélaginu. Um húsnæði fyrir fatlað fólk gilda ákvæði skipulags- og byggingarlaga, lög um húsnæðismál og lög um almennar íbúðir, eftir því sem við á.
Fatlað fólk á rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra. Óheimilt er að binda þjónustu við fatlað fólk því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi.
Sótt er um leyfið á grundvelli 8. og 9. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021 og 9. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.
Hægt er að sækja um leyfið á Mínum síðum.
Tenglar á lög og reglugerðir vegna umsóknar um leyfi til að reka sérstakt húsnæðisúrræði fyrir fatlaða
Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021
Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018