Skammtímadvöl

Skammtímadvöl

Fötluð börn og ungmenni eiga rétt á skammtímadvöl utan heimilis þegar þörf krefur. Skammtímadvöl er ætlað að veita fötluðum einstaklingum tímabundna dvöl vegna mikilla umönnunarþarfa umfram jafnaldra. Foreldrar barns sem á rétt á skammtímadvöl geta fengið stuðning inn á heimili sitt í stað vistunar utan heimilis óski foreldrar þess. Heimilt er að veita fullorðnu fötluðu fólki sem býr í foreldrahúsum skammtímadvöl meðan beðið er eftir annarri þjónustu.

Heimilt er félagasamtökum eða öðrum aðilum að setja á stofn og reka heimili til að veita börnum viðtöku til umönnunar, stuðnings, afþreyingar eða hollra tómstunda að fengnu rekstrarleyfi GEV.

Sótt er um leyfið á grundvelli 8. og 9. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021, 17. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og 91. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Hægt er að sækja um leyfið á Mínum síðum.

 

Tenglar á lög og reglugerðir vegna umsóknar um leyfi til að reka skammtímadvöl

Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021

Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018

Barnaverndarlög nr. 80/2002