Stoð- og stuðningsþjónusta

Stoð- og stuðningsþjónusta

Stoð- og stuðningsþjónusta felst í því að aðstoða og hæfa notendur sem þurfa aðstæðna sinna vegna á stuðningi að halda við daglegar athafnir lífs og/eða til þess að rjúfa félagslega einangrun. Stuðningsþjónusta skal stefna að því að efla viðkomandi til sjálfsbjargar og gera honum kleift að búa sem lengst í heimahúsi.

Fötluðu fólki skal standa til boða stoðþjónusta sem er nauðsynleg þátttöku þess í samfélaginu án aðgreiningar þannig að það standi til jafns við aðra og komið verði í veg fyrir félagslega einangrun þess.

Sótt er um leyfið á grundvelli 8. og 9. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021, 25. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og 8. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.

Hægt er að sækja um leyfið á Mínum síðum.

 

Tenglar á lög og reglugerðir vegna umsóknar um leyfi til að veita stoð- og stuðningsþjónustu

Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021

Lög um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991

Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018