Sumardvöl

Heimilt er félagasamtökum eða öðrum aðilum að setja á stofn og reka heimili til að veita börnum viðtöku til umönnunar, stuðnings, afþreyingar eða hollra tómstunda að fengnu rekstrarleyfi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.

Sækja skal um leyfi samkvæmt ákvæði þessu fyrir heimili fyrir börn sem glíma við fjölþættan vanda þó svo að starfsemi slíkra heimila heyri jafnframt undir önnur lög, t.d. lög um málefni fatlaðs fólks.

Fötluð börn skulu eiga kost á að komast í sumardvöl að heiman eins og önnur börn. Sumardvöl er ætlað að gefa fötluðum börnum kost á að skipta um umhverfi og dveljast utan heimilis síns sér til ánægju og tilbreytingar. Um leyfi til reksturs sumardvalarstaðar og eftirlit með þeim fer eftir ákvæðum barnaverndarlaga.

Sótt er um leyfið á grundvelli 8. og 9. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021, 18. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og 91. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.

Hægt er að sækja um leyfið á Mínum síðum.

 

Tenglar á lög og reglugerðir vegna umsóknar um leyfi til að reka sumardvöl

Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021

Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018

Barnaverndarlög nr. 80/2002