Umsýsla vegna NPA
Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er ætluð fötluðu fólki sem þurfa aðstoð í daglegu lífi. Þegar talað er um notendastýrða aðstoð þýðir það að notandinn stjórnar ferðinni. Notandi er sá sem fær aðstoðina.
Þegar notandinn stýrir aðstoðinni sjálfur er hann sjálfstæðari í lífi sínu og aðstoðin sem hann fær er sveigjanlegri. Aðstoðin á að hjálpa notandanum að vera sjálfstæðari og virkur í samfélaginu. Það þýðir að hann hafi meiri möguleika á að gera það sem hann þarf að gera og hann langar til að gera. Notandinn skipuleggur aðstoðina sjálfur. Ef hann á erfitt með það á hann rétt á að fá aðstoð við að skipuleggja hana.
Markmið með rekstrarleyfi umsýslu með NPA þjónustu er að fatlað fólk eigi kost á bestu aðstoð/þjónustu sem unnt er að veita á hverjum tíma til að koma á móts við sérstakar stuðningsþarfir þess. Aðstoðin skal miða að sjálfstæðu lífi fatlaðs fólks sem hefur þörf fyrir viðvarandi aðstoð og þjónustu við athafnir daglegs lífs, heimilishald og þátttöku í félagslífi, námi og atvinnulífi.
Sótt er um leyfið á grundvelli 8. og 9. gr. laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021 og 11. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018.
Hægt er að sækja um leyfið á Mínum síðum.
Nauðsynleg fylgigögn með umsókn:
-
Samþykki fyrir öflun sakavottorðs allra heimilismeðlima eldri en 15 ára
-
Tengill á eyðublað (prenta þarf út samþykkið og fylla inn í það)
-
-
Staðfesting á því að hafa lokið grunn- og framhaldsnámskeiði í NPA
-
Rekstrargögn
-
Rekstraráætlun
-
Launakostnaður
-
Starfsmannakostnaður
-
Umsýslukostnaður
-
-
Áhættumat samkvæmt 4. gr. laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum
Ef félag eða umsýsluaðili er annar en notandi er eftirfarandi gagna einnig óskað:
-
Rekstraráætlun eða ársreikningur ef félag er þegar í rekstri
-
Ferilskrá
-
Lýsing á þjónustu
Tenglar á lög og reglugerðir vegna umsóknar um leyfi til að veita umsýslu vegna NPA
Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála nr. 88/2021
Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018
Reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð nr. 1250/2018
Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980