Fara beint í efnið

Samstarf GEV og Umboðsmanns barna

19. maí 2023

Nú í vikunni áttu saman fund Salvör Norðdal umboðmaður barna og Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, ásamt sérfræðingum frá báðum stofnunum.

Salvör og Herdís

Nú í vikunni áttu saman fund Salvör Norðdal umboðmaður barna og Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, ásamt sérfræðingum frá báðum stofnunum.

Tilgangur fundarins var að fara yfir hlutverk og markmið stofnananna. Jafnframt var rætt um og farið yfir sameiginleg viðfangsefni sem lúta að því að tryggja réttindi barna og öryggi og gæði í velferðarþjónustu við börn og ungmenni Íslandi.

Fundurinn var sérlega ánægjulegur og gagnlegur og vilji til að efla enn frekar samstarf og samvinnu milli stofnananna í þágu barna og fjölskyldna. Stór verkefni eru framundan m.a. við gerð gæðaviðmiða í velferðarþjónustu og verður blásið til samstarfs á þeim vettvangi á komandi haustmisseri.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála

Hafðu samband

Sími: 540 0040
opin alla virka daga kl. 11 til 15

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100

Hafðu samband

Sími: 540 0040
opin alla virka daga kl. 11 til 15

gev@gev.is

Heimilisfang

Suðurlandsbraut 24, 5. hæð

108 Reykjavík

kt. 611221 0100