Spennandi staða sérfræðings hjá stofnuninni auglýst til umsóknar

Sérfræðingur í eftirlitsteymi
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála (GEV) auglýsir lausa til umsóknar spennandi stöðu sérfræðings í eftirlitsteymi stofnunarinnar. Stofnunin hefur eftirlit með gæðum þjónustu sem veitt er m.a. á grundvelli barnaverndarlaga, laga um Barna- og fjölskyldustofu, laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, laga um málefni aldraðra, laga um Ráðgjafar- og greiningarstöð, laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Markmið með starfsemi GEV er að sú þjónusta sem lýtur eftirliti stofnunarinnar sé traust, örugg og í samræmi við ákvæði laga, reglugerða, reglna, samninga og leiðbeininga. Á næstu misserum eru fjölbreytt og mikilvæg verkefni framundan hjá GEV við þróun gæðaviðmiða í velferðarþjónustu á Íslandi. Gæðaviðmiðin eru hornsteinninn fyrir eftirlit með þjónustunni og þeim kröfum sem eru settar fram vegna rekstrarleyfa. Helstu verkefni hjá GEV eru auk þessa birting á lykiltölum yfir starfseminna, þróun ferla við leyfisveitingar, afgreiðsla leyfisumsókna, frumkvæðiseftirlit með gæðum þjónustu, stærri eftirlitsverkefni, afgreiðsla kvartana og ábendinga vegna yfir þjónusta og vegna alvarlegar atvika.
Hjá GEV starfar metnaðarfullur og lífsglaður hópur sérfræðinga sem hefur ástríðu fyrir málaflokknum. Leitað er að drífandi og öguðum einstaklingi sem er tilbúinn til að taka þátt í að móta og byggja upp nýtt teymi þar sem reynir á fagmennsku, sjálfstæði og samstarf.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Skilgreining viðmiða fyrir eftirlitsverkefni og áættumiðað eftirlit.
- Útbúa skráningarramma fyrir frumkvæðiseftirlit.
- Útbúa fræðsluefni fyrir innra eftirlit þjónustuaðila.
- Gagnasöfnun, úrvinnsla og framsetninga á úrbótatillögum.
- Þátttaka í úrvinnslu ábendinga og kvartanna.
- Þátttaka í mótun ferla og verklags innan stofnunarinnar.
- Samskipti við þjónustuþega, opinberar stofnanir og samstarfsaðila.
- Samvinna og þátttaka í verkefnum þvert á teymi stofnunarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði.
- Framhaldsmenntun er kostur.
- Reynsla af opinberri stjórnsýslu á sviði velferðarþjónustu er skilyrði.
- Þekking á þeim málaflokkum sem lúta eftirliti stofnunarinnar er kostur.
- Reynsla og þekking á megindlegri eða eigindlegri aðferðarfræði er skilyrði.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og lipurð í samvinnu.
- Fagmennska og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti.
Umsóknarfrestur er til og með 2. ágúst 2022. Laun samkvæmt kjarasamningi sem fjármálaráðherra og viðeigandi stéttarfélag hafa gert. Um er að ræða fastráðningu með 6 mánaða reynslutíma. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, en starfið veitist frá 15. september 2022.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða- og eftlitsstofnunar velferðarmála, herdis.gunnarsdottir@gev.is.
Með umsókn skal fylgja starfsferilsskrá með upplýsingum um menntun og fyrri störf. Einnig skal fylgja kynningarbréf um hvers vegna viðkomandi sækist eftir starfinu og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda til að gegna starfinu. Við ákvörðun um ráðningu verður, auk framangreindra hæfnisviðmiða, verður tekið mið af frammistöðu í starfsviðtali og umsagna sem aflað er. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Sækja um starf hér:
https://alfred.is/starf/gaeda-og-eftirlitsstofnun-velferdarmala