Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála annast útgáfu rekstrarleyfa til einkaaðila sem hyggjast veita þjónustu sem lýtur eftirliti stofnunarinnar.
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur eftirlit með gæðum þjónustu sem lýtur eftirliti stofnunarinnar, tekur á móti og vinnur úr kvörtunum frá notendum þjónustu, ábendingum um misbrest í þjónustu og tilkynningum um alvarleg óvænt atvik. Einnig sinnir stofnunin frumkvæðiseftirliti og öðrum verkefnum sem henni eru falin samkvæmt ákvörðun ráðherra.
Markmið með starfsemi Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála er að sú þjónusta sem lýtur eftirliti stofnunarinnar sé traust, örugg og í samræmi við ákvæði laga, reglugerða, reglna, samninga og leiðbeininga.
Ársskýrslur frá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar