Forsaga

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála tók til starfa 1. janúar 2022. Stofnunin var komið á fót með lögum nr. 88/2021. Stofnunin var byggð á grunni Gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar sem starfaði sem ráðuneytisstofnun frá 7.  maí 2018 til 31. desember 2021.

Markmiðið með stofnun Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála er að efla og samræma faglegt eftirlit með gæðum velferðarþjónustu. Hin nýja stofnun tók við eftirlitsverkefnum sem hafði áður verið sinnt af félagsmálaráðuneytinu og Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar, auk þess að taka við tilgreindum eftirlitsverkefnum annarra stofnana, einkum Barnaverndarstofu. Þá tók hin nýja stofnun einnig við útgáfu leyfa frá Barnaverndarstofu og Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar.