Ábendingar

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála tekur við ábendingum um þjónustu undir eftirliti stofnunarinnar sem er ekki í samræmi við gæðaviðmið eða ákvæði laga, reglugerða, reglna, samninga og leiðbeininga, sbr. 13. gr. laga um stofnunina. Ábendingu er hægt að koma á framfæri á “Mínum síðum”.

Ábendingar geta einungis beinst að þjónustu sem veitt er á grundvelli þeirra laga sem heyra undir eftirlit stofnunarinnar, þ.e. barnaverndarlaga, laga um Barna- og fjölskyldustofu, laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, laga um málefni aldraðra, laga um Ráðgjafar- og greiningarstöð, laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Stofnunin metur hvort tilefni sé til að hefja frumkvæðiseftirlit í kjölfar slíkra ábendinga.

Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála skal gæta leyndar um persónuupplýsingar þeirra sem beina ábendingu til stofnunarinnar nema viðkomandi veiti afdráttarlaust samþykki sitt fyrir öðru.